Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, fékk sannkallaða draumabyrjun í starfi í gær er lærisveinar hans völtuðu yfir Levante, 7-0. Staðan í leikhléi var 6-0.
Miðjumaðurinn Xavi hrósaði nýja þjálfaranum í hástert eftir leikinn og greindi um leið frá því að liðið hefði nánast ekki æft neina taktík á síðustu leiktíð.
Þjálfari liðsins í fyrra, Tito Vilanova, var mikið frá vegna krabbameinsmeðferðar og það hafði sín áhrif segir Xavi.
"Við æfðum litla taktík í fyrra þegar Tito var fjarverandi. Martino er alvöru þjálfari sem leggur mikið á sig. Hann er í góðum tengslum við leikmennina og það eru allir sammála um þær ákvarðanir sem eru teknar," sagði Xavi.
Fleiri leikmenn hrósuðu þjálfaranum líttþekkta eftir leik.
Barcelona æfði litla taktík í fyrra

Mest lesið


Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti

Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



