Andstæðingar Blika sakaðir um hótanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 12:41 Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti