Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2013 21:04 Guðsþjónusta gyðinga á Íslandi í fyrra. Eins og sjá má var íslenskt gos á boðstólum. Mynd/Rabbíni Berel Pewzner Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar. Gasa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar.
Gasa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira