Leikur FH og Austria Vín hefst klukkan 16.00 á morgun en Austurríkismennirnir unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum. Þetta er einn stærsti leikur íslensk liðs í Evrópukeppninni í mörg ár. Miklir fjármunir eru í húfi fyrir leikinn. Félagið sem kemst áfram verður hundruð milljónum ríkara, tryggir sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og er einu skrefi frá riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Fjórir leikmenn FH tóku þátt í Teiknileikni FH-inga.net og það er hægt að sjá hvernig þeim gekk hér fyrir neðan. Leikmennirnir eru Jón Ragnar Jónsson, Björn Daníel Sverrisson, Böðvar Böðvarsson og Brynjar Ágúst Guðmundsson.