Umfjöllun og viðtöl: FH - Austria Vín 0-0 | Draumur FH-inga úti Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 7. ágúst 2013 15:30 FH-ingar eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við austurríska liðið Austria Vín í Kaplakrika í dag. FH-ingum tókst ekki að ná inn markinu sem hefði tryggt þeim framlengingu en Austria-liðið er þar með komið áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefðu tryggt sér 540 milljónir íslenskra króna hefði þeim tekist að slá Austurríkismennina út og þeir fengu sko tækifærið til þess í þessum leik. FH léku meðal annars manni fleiri síðasta hálftímann í leiknum en Austurríkismenn bökkuðu aftar á völlinn og vörðu 1-0 forskot sitt frá því í fyrri leiknum í Vín. Það var skiljanlega nokkuð mikil taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks og voru heimamenn fyrstu tíu mínúturnar að slípa sinn leik en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór leikur þeirra að batna. FH-ingar virkuðu afslappaðir og báru greinilega litla virðingu fyrir stórliðið Austria Vín. Gestirnir náðu ekki að skapa sér góð færi í fyrri hálfleiknum og eina færi FH var skalli Atla Guðnasonar sem fór nokkuð hátt yfir markið. FH var samt sem áður sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og því einvígið galopið eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. FH-ingar gáfu fá færi á sér og voru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Brynjar Ásgeir Guðmundsson fékk ágætt færi eftir eina slíka og í nokkur skipti vann FH-liðið aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem lítið kom úr. Kristján Gauti Emilsson fékk flott skallafæri eftir hornspyrnu en náði ekki að koma boltanum á markið og liðsmenn Austria Vín sköpuðu sér síðan gott skallafæri á 68. mínútu. Austurríkismenn misstu mann af velli á 61. mínútu þegar Markus Suttner fékk sitt annað gula spjald eftir viðskipti við Brynjar. FH-ingar pressuðu mikið manni fleiri en tókst ekki að ná markinu mikilvæga. Austurrísku leikmennirnir töfðu leikinn við hvert tækifæri og fögnuðu síðan gríðarlega þegar lokaflautið gall. Heimir: Leikmenn geta farið stoltir frá þessum leik„Ég er gríðarlega svekktur en mér fannst við eiga góðan möguleika á að vinna þennan leik í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum tækifæri til þess að skora og koma okkur í góða stöðu og því er maður sérstaklega svekktur.“ „Mér fannst leikmenn Austria Vín ekki skapa sér næstum því eins mörg færi og í útileiknum og við náðum að mestu að loka á þeirra plön.“ „Við náðum að nýta okkur ákveðna veikleika sem er í vörninni hjá þeim, plássið milli miðju og varnar.“ „FH-liðið verður aldrei sakað um að reyna ekki eftir leikinn í dag. Við spiluðum virkilega vel í kvöld og menn geta verið stoltir eftir þennan leik.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Ólafur: Menn eru dofnir eftir svona úrslit„Við erum nokkuð svekktir eftir þennan leik og svolítill dofi yfir leikmannahópnum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Leikskipulag okkar gekk upp og við gerðum í raun allt rétt þegar kom að liðsuppstillingunni en ákvarðanatökur leikmanna þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins voru ekki nægilega góðar.“ „Við komumst í góða stöðu og menn náðu ekki að nýta sér hana nægilega vel, ég var ekki nægilega góður persónulega í mínum ákvarðanatökum.“ „Við höfðum alltaf trú á verkefninu og vissum það alveg fyrir leikinn að við ættum möguleika, annars hefðum við bara getað verið eftir heima og horft á leikinn í sjónvarpinu.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
FH-ingar eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við austurríska liðið Austria Vín í Kaplakrika í dag. FH-ingum tókst ekki að ná inn markinu sem hefði tryggt þeim framlengingu en Austria-liðið er þar með komið áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefðu tryggt sér 540 milljónir íslenskra króna hefði þeim tekist að slá Austurríkismennina út og þeir fengu sko tækifærið til þess í þessum leik. FH léku meðal annars manni fleiri síðasta hálftímann í leiknum en Austurríkismenn bökkuðu aftar á völlinn og vörðu 1-0 forskot sitt frá því í fyrri leiknum í Vín. Það var skiljanlega nokkuð mikil taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks og voru heimamenn fyrstu tíu mínúturnar að slípa sinn leik en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór leikur þeirra að batna. FH-ingar virkuðu afslappaðir og báru greinilega litla virðingu fyrir stórliðið Austria Vín. Gestirnir náðu ekki að skapa sér góð færi í fyrri hálfleiknum og eina færi FH var skalli Atla Guðnasonar sem fór nokkuð hátt yfir markið. FH var samt sem áður sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og því einvígið galopið eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. FH-ingar gáfu fá færi á sér og voru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Brynjar Ásgeir Guðmundsson fékk ágætt færi eftir eina slíka og í nokkur skipti vann FH-liðið aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem lítið kom úr. Kristján Gauti Emilsson fékk flott skallafæri eftir hornspyrnu en náði ekki að koma boltanum á markið og liðsmenn Austria Vín sköpuðu sér síðan gott skallafæri á 68. mínútu. Austurríkismenn misstu mann af velli á 61. mínútu þegar Markus Suttner fékk sitt annað gula spjald eftir viðskipti við Brynjar. FH-ingar pressuðu mikið manni fleiri en tókst ekki að ná markinu mikilvæga. Austurrísku leikmennirnir töfðu leikinn við hvert tækifæri og fögnuðu síðan gríðarlega þegar lokaflautið gall. Heimir: Leikmenn geta farið stoltir frá þessum leik„Ég er gríðarlega svekktur en mér fannst við eiga góðan möguleika á að vinna þennan leik í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum tækifæri til þess að skora og koma okkur í góða stöðu og því er maður sérstaklega svekktur.“ „Mér fannst leikmenn Austria Vín ekki skapa sér næstum því eins mörg færi og í útileiknum og við náðum að mestu að loka á þeirra plön.“ „Við náðum að nýta okkur ákveðna veikleika sem er í vörninni hjá þeim, plássið milli miðju og varnar.“ „FH-liðið verður aldrei sakað um að reyna ekki eftir leikinn í dag. Við spiluðum virkilega vel í kvöld og menn geta verið stoltir eftir þennan leik.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Ólafur: Menn eru dofnir eftir svona úrslit„Við erum nokkuð svekktir eftir þennan leik og svolítill dofi yfir leikmannahópnum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Leikskipulag okkar gekk upp og við gerðum í raun allt rétt þegar kom að liðsuppstillingunni en ákvarðanatökur leikmanna þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins voru ekki nægilega góðar.“ „Við komumst í góða stöðu og menn náðu ekki að nýta sér hana nægilega vel, ég var ekki nægilega góður persónulega í mínum ákvarðanatökum.“ „Við höfðum alltaf trú á verkefninu og vissum það alveg fyrir leikinn að við ættum möguleika, annars hefðum við bara getað verið eftir heima og horft á leikinn í sjónvarpinu.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira