Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur mun leika lokahringinn á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fram fer á Spáni en mótinu lýkur á morgun. Hann er eini íslenski kylfingurinn sem komst í gegnum niðurskurðinn.
Guðmundur Águst lék í dag á 72 höggum sem skilaði honum inn fyrir niðurskurðarlínuna sem er tíu högg yfir pari. Guðmundur Ágúst kom inn á níu höggum fyrir pari og er í 48. sæti á mótinu. Þetta var besti hringur hans á mótinu.
Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur var einnig nálagt því að komast í gengnum niðurskurðinn en skolli á 17.holu og skrambi á 18.holu gerðu þá drauma að engu. Haraldur Franklín spilaði lokahringinn sinn á 75 höggum og lauk leik 12 höggum yfir pari í 67.sæti.
Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili náði sér ekki á strik í þessum móti, Axel hafnaði í 127.sæti og hefur því lokið leik eins og Haraldur Franklín.
Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurðinn á EM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn