Matur

Ebba gerir eftirrétt með granóla og grískri jógúrt

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Ebbu Guðný Guðmundsdóttur matgæðing útbúa fljótlegan og góðan eftirrétt með granóla og grískri jógúrt með Steviu sætu í stað sykurs. 

Ebba er snillingur á sínu sviði og bregst henni ekki bogalistin frekar enn fyrri daginn.



Granóla og grískt jógúrt desert

Lífrænt granóla eða heimatilbúið

150 ml af grískri jógúrt

6 dropar af vanillu Via- Health Stevía

Jarðaber

Rifið súkkulaði



Fljótlegur og góður eftirréttur, setjið heimatilbúið eða lífrænt granóla í fallega skál.

Hrærið grísku jógúrti og stevíu saman og setjið yfir. Skreytið með berjum og rifnu súkkulaði. 



Uppskrift af heimatilbúnu Granóla

Þurrefni:

8dl Tröllahafrar

4 dl kokosflögur

3 dl möndlur (heilar með hyði, saxaðar)



Blautu efnin:

4 dl döðlur

2 dl vatn (döðlur og vatn sett saman í pott með loki og suðunni hleypt upp. Slökkt undir og leyft að standa i smá stund)

1 dl lífrænt kakóduft

10 - 15 dropar af Vanilla Via-Health stevíu

4 msk kókosolia

2 tsk lífrænt vanilluduft

1 tsk kanill

Smá cayennepipar

Nokkur saltkorn (helst himalayasaltið)



Öllu þurrefnunum blandað saman í matvinnsluvél og maukað saman - Sett svo til hliðar.

Öllu blauefnunum blandað saman i matvinnsluvél og maukað saman farið í silikonhanska, hellið soffunni yfir þurrefninu og klípið, hrærið, blandið vel saman.

Skipt á tvær ofnskúffur og bakið við 150 -180° í ca 10-15 min.

Mikilvægt að hræra reglulega og losa um stóra klessukubba annars harðna þeir í stórum bitum.

Slökkva svo á ofninum og gera smá rifu... leyfa muslíninu að standa inn þangað til ofninn er orðinn kaldur.Þá verður það stökkt og fínt.

Geri þetta oftast á kvöldin og leyfi að standa ofninum (með smá rifu) alla nóttina. Þá biður min stökkt og fínt musli um morguninn. Þetta muslí er líka dásamlegt með hreinni AB mjólk í morgunmat.

Hér má sjá Ebbu gera gómsætan jarðaberjaís án sykurs.

Hér má sjá Ebbu elda dásamlegar múffukökur.

Hér má sjá Ebbu gera gómsætan berjahafragraut.

Hér má sjá Ebbu gera dásamlegan súkkulaðisjeik








×