Sex leikmenn FH voru áminntir í sigurleik liðsins gegn Ekranes í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Þrír þeir fengu einnig spjald í fyrri leiknum í Litháen.
Emil Pálsson, Pétur Viðarsson og Sam Tillen fengu gul spjöld í báðum leikjunum en fara þó ekki í leikbann. Knattspyrnusamband Evrópu gerði breytingu á reglum sínum fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Áður fóru leikmenn í leikbann þegar þeir fengu tvö gul spjöld en nú þarf þrjú til.
Leikmennirnir þrír verða því að óbreyttu í leikmannahópi FH sem heldur til Vínarborgar í fyrri leikinn sem fram fer á þriðjudagskvöldið. Þeir eru þó allir á hættusvæði og yrðu í leikbanni í síðari leiknum í Kaplakrika ef þeir fengju spjald ytra.
