Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur en hann greiddi 189 milljónir í skatt. Á eftir honum kemur Kristján V. Vilhelmsson, einn eiganda Samherja á Akureyri, með 152 milljónir og svo Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarmaður í Eyjum og stór hluthafi í Morgunblaðinu, með 135 milljónir.
Í fjórða sæti er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, með 115 milljónir og Sigurður Örn Eiríksson, forstjóri fisksölufyrirtækisins Sjóvíkur, er í fimmta sæti.
Á lista, yfir hæstu skattgreiðendur, sem Ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í morgun kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, einn af eigendum Samherja, greiddi 85,5 milljónir í skatt. Skúli Mogensen, athafnamaður og eigandi WOW air, greiddi 60 milljónir í skatt. Þá greiddi Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, 59,7 milljónir í skatt.
Í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra segir að aldrei fyrr hafi jafnmargir framteljendur þurft að yfirfara fyrirliggjandi upplýsingar og staðfesta að þær séu réttar.
„Á skattgrunnskrá voru 264.193 framteljendur. Er það fjölgun um 2.430 frá fyrra ári. Framtalsskil gengu vel og voru tímanlega,“ segir í tilkynningunni. En 12.510 einstaklingar skiluðu ekki skattframtali, eða rösklega 4,77%.“
Lista yfir hæstu skattgreiðendur landsins má sjá hér fyrir neðan.
Magnús Kristinsson skattakóngur Íslands
Boði Logason skrifar

Mest lesið


Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent

Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig
Viðskipti innlent

Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent


Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn
Atvinnulíf

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent