Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði vel á Íslandsmótinu í höggleik í dag og var nálægt dagsgömlu vallarmeti Ólafs Björns Loftssonar.
„Ég vildi meira eftir að hafa verið sex undir eftir tólf holur,“ sagði hann við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Guðmundur Ágúst spilaði á fimm höggum undir pari í dag og er samtals á tveimur höggum yfir pari í 11.-13. sæti.
Hann var þó ekkert allt of sáttur við hringinn í dag. „Ég var betri að pútta í gær og sló miklu betur. Ég fékk fjóra gefins fugla og nánast gefins örn í dag.“
„En spilamennskan fer batnandi í mótinu og það er jákvætt. Ég er að spila frekar pressulaus og ég ætla að gefa allt í þetta á morgun.“
Guðmundur Ágúst: Ég vildi meira
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið







Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn


Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn