Hamilton með frábæran sigur og þann fyrsta á tímabilinu Stefán Hirst Friðriksson skrifar 28. júlí 2013 13:59 Lewis Hamilton sem ekur fyrir Mercedes vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum sem fór fram í Búdapest. Hamilton var kampakátur í viðtali eftir sigurinn og sagðist hann hafi komið sér á óvart. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Við höfðum ekki mikla trú á þessu fyrir kappaksturinn en ég verð að hrósa liðinu mínu fyrir frábæra vinnu. Ég var mjög hungraður í þennan sigur og mér fannst það sjást á akstrinum hjá mér í dag. Nú ætla ég bara að halda áfram og vinna fleiri mót," sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Hamilton var á ráspól fyrir kappaksturinn í dag og hélt hann forystunni allan tímann og sigraði með nokkrum yfirburðum. Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Lotus kom annar í mark eftir mikla baráttu við heimsmeistarann Sebastian Vettel sem endaði í þriðja sæti. Heimsmeistarinn Vettel er ennþá efstur í heildar stigakeppninni en Raikkonen er annar. Fernando Alonso er í þriðja sæti og Lewis Hamilton í því fjórða. Red Bull, sem Vettel ekur fyrir er með góða forystu í liðakeppninni. Formúla Video kassi sport íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton sem ekur fyrir Mercedes vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum sem fór fram í Búdapest. Hamilton var kampakátur í viðtali eftir sigurinn og sagðist hann hafi komið sér á óvart. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Við höfðum ekki mikla trú á þessu fyrir kappaksturinn en ég verð að hrósa liðinu mínu fyrir frábæra vinnu. Ég var mjög hungraður í þennan sigur og mér fannst það sjást á akstrinum hjá mér í dag. Nú ætla ég bara að halda áfram og vinna fleiri mót," sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Hamilton var á ráspól fyrir kappaksturinn í dag og hélt hann forystunni allan tímann og sigraði með nokkrum yfirburðum. Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Lotus kom annar í mark eftir mikla baráttu við heimsmeistarann Sebastian Vettel sem endaði í þriðja sæti. Heimsmeistarinn Vettel er ennþá efstur í heildar stigakeppninni en Raikkonen er annar. Fernando Alonso er í þriðja sæti og Lewis Hamilton í því fjórða. Red Bull, sem Vettel ekur fyrir er með góða forystu í liðakeppninni.
Formúla Video kassi sport íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira