Kia hagnast vel Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2013 17:16 Kia Sportage Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður
Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður