Kia hagnast vel Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2013 17:16 Kia Sportage Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent
Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent