Öll þrjú íslensku liðin eru komin áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Það varð ljóst eftir öruggan 3-0 sigur KR á Glentoran í Belfast í kvöld.
Eftir markalausan fyrri leik í Frostaskjólinu var ljóst að KR-ingar þyrftu að sækja til sigurs í kvöld og það gerðu þeir. Gary Martin kom bikarmeisturunum á bragðið er hann vippaði boltanum yfir markvörð Glentoran í fyrri hálfleik.
Jónas Guðni Sævarsson skoraði svo bæði mörk KR í seinni hálfleik. Það fyrra á 65. mínútu með glæsilegu skoti upp í markvinkilinn fjær. Hann innsiglaði sigurinn svo endanlega með þriðja marki KR sem kom í uppbótartíma.
KR mætir belgíska liðinu Standard Liege í annarri umferð forkeppninnar.
Sannfærandi hjá KR í Belfast

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



