Mínir menn stóðust álagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 10:00 Strákarnir stóðu sig með sóma í Tékklandi. Mynd/Aðsend „Þú varst reyndar að vekja mig," sagði ónefndur liðsmaður karlalandsliðs Íslands í golfi þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná í Birgi Leif Hafþórsson, liðsstjóra liðsins, í Tékklandi í gærkvöldi. Óhætt er að segja að sami blaðamaður hafi fengið vænt samviskubit. Sem betur fer var um að ræða gott glens hjá einum landsliðsmannanna sex sem tryggðu sér í dag sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða á næsta ári. Birgir Leifur hafði skilið síma sinn eftir á glámbekk og strákarnir gengið á lagið. „Við erum ennþá að klára kvöldverðinn," sagði Birgir Leifur léttur í símann. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti af tíu þjóðum á Challenge Trophy mótinu í Tékklandi og tryggði sér þannig sæti í lokakeppninni líkt og Belgar sem urðu efstir.Birgir Leifur sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudaginn að hann hefði tröllatrú á að íslenska liðinu tækist ætlunarverk sitt. Hann viðurkenndi að það væri ekki leiðinlegt að standa við stóru orðin.Guðmundur Ágúst KristjánssonMynd/GVA„Klárlega. Ég hafði mikla trú á þessum strákum. Það voru erfiðar aðstæður eins og sást kannski á skorinu. Það blés mikið en strákarnir bættu sig með hverjum deginum þannig að leikskipulagið gekk alveg upp," sagði Birgir Leifur. Enginn spilaði betur í gær en Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Kappinn spilaði á besta skori allra yfir dagana þrjá, á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Hann stóð sig ótrúlega vel. Náði skollalausum degi og það var virkilega gott að fá svona hring inn í talninguna."Birgir Leifur Hafþórsson.Birgir Leifur sagði að baráttan hefði frá upphafi staðið á milli Belga, Rússa og Tékka. „Svo blönduðu Tyrkir sér inn í þetta. Þeir voru greinilega sterkir. Völlurinn var erfiður en mínir menn stóðust álagið," sagði Skagamaðurinn. Birgir Leifur er atvinnumaður og því ekki gjaldgengur í landsliðið sem aðeins er skipað áhugamönnum. Hann var í fyrsta skipti í hlutverki liðsstjóra og sagði það hafa verið skrýtin tilfinning að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það var heiður að fá að kynnast þessum strákum."Íslenska landsliðið fór á kostum í gær.Mynd/Aðsend Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
„Þú varst reyndar að vekja mig," sagði ónefndur liðsmaður karlalandsliðs Íslands í golfi þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná í Birgi Leif Hafþórsson, liðsstjóra liðsins, í Tékklandi í gærkvöldi. Óhætt er að segja að sami blaðamaður hafi fengið vænt samviskubit. Sem betur fer var um að ræða gott glens hjá einum landsliðsmannanna sex sem tryggðu sér í dag sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða á næsta ári. Birgir Leifur hafði skilið síma sinn eftir á glámbekk og strákarnir gengið á lagið. „Við erum ennþá að klára kvöldverðinn," sagði Birgir Leifur léttur í símann. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti af tíu þjóðum á Challenge Trophy mótinu í Tékklandi og tryggði sér þannig sæti í lokakeppninni líkt og Belgar sem urðu efstir.Birgir Leifur sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudaginn að hann hefði tröllatrú á að íslenska liðinu tækist ætlunarverk sitt. Hann viðurkenndi að það væri ekki leiðinlegt að standa við stóru orðin.Guðmundur Ágúst KristjánssonMynd/GVA„Klárlega. Ég hafði mikla trú á þessum strákum. Það voru erfiðar aðstæður eins og sást kannski á skorinu. Það blés mikið en strákarnir bættu sig með hverjum deginum þannig að leikskipulagið gekk alveg upp," sagði Birgir Leifur. Enginn spilaði betur í gær en Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Kappinn spilaði á besta skori allra yfir dagana þrjá, á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Hann stóð sig ótrúlega vel. Náði skollalausum degi og það var virkilega gott að fá svona hring inn í talninguna."Birgir Leifur Hafþórsson.Birgir Leifur sagði að baráttan hefði frá upphafi staðið á milli Belga, Rússa og Tékka. „Svo blönduðu Tyrkir sér inn í þetta. Þeir voru greinilega sterkir. Völlurinn var erfiður en mínir menn stóðust álagið," sagði Skagamaðurinn. Birgir Leifur er atvinnumaður og því ekki gjaldgengur í landsliðið sem aðeins er skipað áhugamönnum. Hann var í fyrsta skipti í hlutverki liðsstjóra og sagði það hafa verið skrýtin tilfinning að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það var heiður að fá að kynnast þessum strákum."Íslenska landsliðið fór á kostum í gær.Mynd/Aðsend
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira