Það eru ekki bara íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum því nú hefur dómari í bandaríska hafnaboltanum verið rekinn vegna lyfamisnotkunar.
Dómarar þurfa að undirgangast lyfjapróf rétt eins og leikmenn og Brian Runge er fyrsti dómarinn sem fellur á lyfjaprófi
Forráðamenn deildarinnar hafa ekki viljað tjá sig um málið en AP-fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þessu.
Þetta er aðeins í annað skipti sem gera þarf breytingu á dómarahópnum í deildinni. Síðast gerðist það árið 2000 en þá meiddist dómari.
Runge kemur af mikilli dómarafjölskyldu en bæði afi hans og faðir dæmdu í MLB-deildinni. Hann hefur verið að dæma í deildinni síðan árið 1999.

