Eigendur Porsche ánægðastir Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2013 12:45 Porsche 911 skoraði hátt J.D. Power spurði 83.000 bíleigendur í Bandaríkjunum um ánægju þeirra af eigin bílum og reyndist Porsche merkið skora mjög hátt hjá þeim. Eigendur Porsche 911 bíla voru ánægðastir í sínum flokki og það sama átti við um eigendur Porsche Boxter bíla. Bæði Porsche Cayenne og Porsche Panamera náðu 3. sæti í sínum flokki. Hefur Porsche aldrei náð viðlíka árangri í þessari könnun, sem gerð er á hverju ári. Það voru 230 bílgerðir frá 33 bílaframleiðendum sem mældir voru í þessari könnun og aðeins eru eigendur nýrra bíla spurðir. Bíleigendurnir eru spurðir 230 mismunandi spurninga og því er víða komið við hvað gæði bílanna varðar. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent
J.D. Power spurði 83.000 bíleigendur í Bandaríkjunum um ánægju þeirra af eigin bílum og reyndist Porsche merkið skora mjög hátt hjá þeim. Eigendur Porsche 911 bíla voru ánægðastir í sínum flokki og það sama átti við um eigendur Porsche Boxter bíla. Bæði Porsche Cayenne og Porsche Panamera náðu 3. sæti í sínum flokki. Hefur Porsche aldrei náð viðlíka árangri í þessari könnun, sem gerð er á hverju ári. Það voru 230 bílgerðir frá 33 bílaframleiðendum sem mældir voru í þessari könnun og aðeins eru eigendur nýrra bíla spurðir. Bíleigendurnir eru spurðir 230 mismunandi spurninga og því er víða komið við hvað gæði bílanna varðar.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent