Carlo Ancelotti, nýráðinn knattspyrnustjóri Real Madrid, veit það vel að hann mun þurfa ná árangri strax á fyrsta tímabili með liðið og ætlar hann sér að gleðja stuðningsmenn félagsins frá fyrsta leik.
Ancelotti var kynntur sem nýr stjóri liðsins í gær, 24 dögum eftir að Jose Mourinho yfirgaf Real Madrid.
„Það gleður mig mikið að vera kominn hingað,“ sagði Ancelotti.
„Mig langar að þakka forseta félagsins en hann hafði mikið fyrir því að fá mig til Real Madrid.“
„Þetta er virtasti klúbbur í heiminum og auðvitað þarf hann að vinna titla. Skemmtilegur sóknarleikur er hluti af sögu félagsins og því munum við sækja til sigur og í leiðinni gleðja áhorfendur.“
„Þetta verður tímabil skemmtunar og gleði.“
Ancelotti: Ég mun gleðja stuðningsmennina
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti


Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn



Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn
