Listamenn reiðir og hræddir vegna ummæla Vigdísar Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2013 13:42 Listamenn eru reiðir og óttaslegnir vegna orða Vigdísar. Kristín Steinsdóttir segir ljóst að samband rithöfunda muni bregðast við. Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg." Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg."
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira