Listamenn reiðir og hræddir vegna ummæla Vigdísar Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2013 13:42 Listamenn eru reiðir og óttaslegnir vegna orða Vigdísar. Kristín Steinsdóttir segir ljóst að samband rithöfunda muni bregðast við. Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg." Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira
Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg."
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira