Englendingurinn Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Leik lauk fyrir stundu.
Rose spilaði lokahringinn á Merion-vellinum í Pennsylvaníu-fylki á 70 höggum eða á pari vallarins.
Mickelson þurfti fugl á síðustu holunni til þess að knýja fram bráðabana. Hinum örvhenta tókst það ekki, fékk skolla á holunni og vann Rose því sigur með tveggja högga mun. Jason Day var einnig á þremur höggum yfir pari.
Rose hefur spilað afar stöðugt golf á mótinu. Hann spilaði fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari og þann næsta á einu undir. Hann var aftur á einu yfir pari í gær og spilaði lokahringinn, sem fyrr segir á pari.
Þetta er fyrsti sigur Justin Rose á risamóti í golfi. Mickelson þarf hins vegar að bíta í það súra epli að hafna í öðru sæti á mótinu í sjötta skiptið á ferlinum.
Tiger Woods hafnaði í 32. sæti á þrettán höggum yfir pari.
Fyrsti sigur Justin Rose | Sjötta silfur Mickelson
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn

Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn
