Annar kínverskur olíurisi í viðræðum um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2013 18:45 Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00