Ljósmyndarar hópuðust í kringum Jose Mourinho, stjóra Real Madrid, þegar leikur liðsins gegn Osasuna var nýhafinn í spænsku úrvalsdeildinni.
Mourinho kom ekki í varamannaskýli Real Madrid fyrr en leikurinn hófst. Þegar hann lét loksins sjá sig biðu ljósmyndarnir ekki boðanna og þyrptust að honum.
Dómarinn varð að stöðva leikinn í nokkrar sekúndur á meðan að öryggisstarfsmenn vísuðu ljósmyndurunum frá, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.
Mourinho er nú að stýra sínum síðasta leik hjá Real Madrid en hann fer frá liðinu nú í sumar.
