Hæsta bílverð í heimi Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 09:30 Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent
Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent