Hæsta bílverð í heimi Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 09:30 Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent
Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent