Venesúelabúar kynda undir fasteignabólu í Miami 5. júní 2013 12:41 Efnaðir Venesúelabúar hafa verið áberandi á fasteignamarkaðinum í Miami á Flórída undanfarin ár. Frá því að Samband fasteignasala í borginni fór að skrá sérstaklega kaup erlendra manna á fasteignum árið 2006 hafa Venesúelabúar keypt meira af þeim en bæði Brasilíumenn og Argentínumenn. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney þar sem segir að Venesúelabúar hafi kynt undir fasteignabólunni í borginni sérstaklega eftir að Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela í fyrrahaust. Þótt Chavez heitinn hafi almennt verið talin hetja meðal almennings í landinu voru efnaðir Venesúelabúar á öðru máli og töldu hann harðstjóra. Fasteignamarkaðurinn í Miami hrundi eins og í mörgum öðrum stórborgum vestan hafs í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Hann hefur blómstrað að nýju þökk sé efnuðum Venesúelabúum og fleiri útlendingum sem fjárfest hafa grimmt í íbúðum og einbýlishúsum í borginni. Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur íbúðasalan aukist um rúm 10% og verð íbúða hækkað um 23% miðað við sama tímabil í fyrra.Staðgreitt með reiðufé Fram kemur að af þeim 23.000 íbúðum sem stóðu enn óhreyfðar á fasteignamarkaði borgarinnar fyrir tveimur árum síðan séu aðeins um 600 eftir á söluskrá. Það má sjá hve stórt hlutfall af þeim hefur verið keypt af útlendingum með því að skoða greiðslufyrirkomulagið. Útlendingar staðgreiða í reiðufé þær fasteignir sem þeir kaupa. Þannig voru um 45% af öllum einbýlishúsum keypt með reiðufé og 77% af öllum íbúðum í fjölbýlishúsum á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnaðir Venesúelabúar hafa verið áberandi á fasteignamarkaðinum í Miami á Flórída undanfarin ár. Frá því að Samband fasteignasala í borginni fór að skrá sérstaklega kaup erlendra manna á fasteignum árið 2006 hafa Venesúelabúar keypt meira af þeim en bæði Brasilíumenn og Argentínumenn. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney þar sem segir að Venesúelabúar hafi kynt undir fasteignabólunni í borginni sérstaklega eftir að Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela í fyrrahaust. Þótt Chavez heitinn hafi almennt verið talin hetja meðal almennings í landinu voru efnaðir Venesúelabúar á öðru máli og töldu hann harðstjóra. Fasteignamarkaðurinn í Miami hrundi eins og í mörgum öðrum stórborgum vestan hafs í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Hann hefur blómstrað að nýju þökk sé efnuðum Venesúelabúum og fleiri útlendingum sem fjárfest hafa grimmt í íbúðum og einbýlishúsum í borginni. Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur íbúðasalan aukist um rúm 10% og verð íbúða hækkað um 23% miðað við sama tímabil í fyrra.Staðgreitt með reiðufé Fram kemur að af þeim 23.000 íbúðum sem stóðu enn óhreyfðar á fasteignamarkaði borgarinnar fyrir tveimur árum síðan séu aðeins um 600 eftir á söluskrá. Það má sjá hve stórt hlutfall af þeim hefur verið keypt af útlendingum með því að skoða greiðslufyrirkomulagið. Útlendingar staðgreiða í reiðufé þær fasteignir sem þeir kaupa. Þannig voru um 45% af öllum einbýlishúsum keypt með reiðufé og 77% af öllum íbúðum í fjölbýlishúsum á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira