Venesúelabúar kynda undir fasteignabólu í Miami 5. júní 2013 12:41 Efnaðir Venesúelabúar hafa verið áberandi á fasteignamarkaðinum í Miami á Flórída undanfarin ár. Frá því að Samband fasteignasala í borginni fór að skrá sérstaklega kaup erlendra manna á fasteignum árið 2006 hafa Venesúelabúar keypt meira af þeim en bæði Brasilíumenn og Argentínumenn. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney þar sem segir að Venesúelabúar hafi kynt undir fasteignabólunni í borginni sérstaklega eftir að Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela í fyrrahaust. Þótt Chavez heitinn hafi almennt verið talin hetja meðal almennings í landinu voru efnaðir Venesúelabúar á öðru máli og töldu hann harðstjóra. Fasteignamarkaðurinn í Miami hrundi eins og í mörgum öðrum stórborgum vestan hafs í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Hann hefur blómstrað að nýju þökk sé efnuðum Venesúelabúum og fleiri útlendingum sem fjárfest hafa grimmt í íbúðum og einbýlishúsum í borginni. Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur íbúðasalan aukist um rúm 10% og verð íbúða hækkað um 23% miðað við sama tímabil í fyrra.Staðgreitt með reiðufé Fram kemur að af þeim 23.000 íbúðum sem stóðu enn óhreyfðar á fasteignamarkaði borgarinnar fyrir tveimur árum síðan séu aðeins um 600 eftir á söluskrá. Það má sjá hve stórt hlutfall af þeim hefur verið keypt af útlendingum með því að skoða greiðslufyrirkomulagið. Útlendingar staðgreiða í reiðufé þær fasteignir sem þeir kaupa. Þannig voru um 45% af öllum einbýlishúsum keypt með reiðufé og 77% af öllum íbúðum í fjölbýlishúsum á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnaðir Venesúelabúar hafa verið áberandi á fasteignamarkaðinum í Miami á Flórída undanfarin ár. Frá því að Samband fasteignasala í borginni fór að skrá sérstaklega kaup erlendra manna á fasteignum árið 2006 hafa Venesúelabúar keypt meira af þeim en bæði Brasilíumenn og Argentínumenn. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney þar sem segir að Venesúelabúar hafi kynt undir fasteignabólunni í borginni sérstaklega eftir að Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela í fyrrahaust. Þótt Chavez heitinn hafi almennt verið talin hetja meðal almennings í landinu voru efnaðir Venesúelabúar á öðru máli og töldu hann harðstjóra. Fasteignamarkaðurinn í Miami hrundi eins og í mörgum öðrum stórborgum vestan hafs í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Hann hefur blómstrað að nýju þökk sé efnuðum Venesúelabúum og fleiri útlendingum sem fjárfest hafa grimmt í íbúðum og einbýlishúsum í borginni. Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur íbúðasalan aukist um rúm 10% og verð íbúða hækkað um 23% miðað við sama tímabil í fyrra.Staðgreitt með reiðufé Fram kemur að af þeim 23.000 íbúðum sem stóðu enn óhreyfðar á fasteignamarkaði borgarinnar fyrir tveimur árum síðan séu aðeins um 600 eftir á söluskrá. Það má sjá hve stórt hlutfall af þeim hefur verið keypt af útlendingum með því að skoða greiðslufyrirkomulagið. Útlendingar staðgreiða í reiðufé þær fasteignir sem þeir kaupa. Þannig voru um 45% af öllum einbýlishúsum keypt með reiðufé og 77% af öllum íbúðum í fjölbýlishúsum á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent