Hinn 14 ára gamli Fannar Ingi Steingrímsson náði ekki að fylgja eftir frábærum hring á Securitas-mótinu í gær. Hann lék þó vel í dag og er í öðru sæti.
Fannar Ingi lék á 65 höggum í gær en kom í hús á 70 höggum í dag. Andri Þór Björnsson var þó maður dagsins en hann lék frábært golf og kom í hús á 64 höggum.
Andri Þór er með eins höggs forskot á Fannar Inga en Ragnar Már Garðarsson er í þriðja sæti.
Staðan:
1. sæti Andri Þór Björnsson, GR 70+64=134 -6
2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 65+70=135 -5
3. sæti Ragnar Már Garðarsson, GKG 70+66 =136 -4
4. sæti Haraldur Franklín Magnús, GR 67+700137 -3
5. sæti Emil Þór Ragnarsson, GKG 69+69=138 -2
