Birgir Leifur Hafþórsson var nú rétt í þessu að klára að leika lokahringinn á Czech Challenge Open mótinu sem fer fram í Tékklandi. Birgir Leifur lék hringinn á 75 höggum eða þremur yfir pari vallarins.
Birgir Leifur lék alls fjóra hringi á mótinu en hann spilaði samanlagt á 280 höggum eða átta höggum undir pari vallarins. Hann var þrettánda sæti fyrir lokahringinn en tókst ekki að halda dampi og stendur hann í 30. sæti mótsins eins og staðan er núna.
Englendingurinn Adam Gee er í efsta sæti mótsins fyrir lokahringinn en hann er samanlagt á átján höggum undir pari vallarins.
