Williams verður með Mercedes-vélar 2014 Birgir Þór Harðarson skrifar 30. maí 2013 23:00 Williams-liðið í Formúlu 1 verður með Mercedes-vélar á næsta ári. Þetta var staðfest í dag. Williams hefur verið drifið af Renault síðan 2012 eftir að hafa verið í vélavandræðum með Cosworth. Samningur Mercedes og Williams er til langs tíma svo áhugamenn um Formúlu 1 verða að venjast hugakinu Williams-Mercedes. Mercedes-vélarnar hafa undanfarin ár skilað mestu afli allra véla í Formúlu 1. Nú þegar skaffar Mercedes Force India, McLaren og sínu eigin liði vélar. McLaren-liðið hefur notað Mercedes-vélar síðan um miðjan tíunda áratuginn en næsta ár verður það síðasta því Honda hefur gert samning um að skaffa liðinu vélar frá og með 2015. Williams-liðið er eitt af þeim sigursælustu í Formúlu 1 þó árangurinn hafi ekki verið upp á marga fiska síðustu ár. Á níunda áratugnum voru bílar liðsins drifnir af Renault og reyndist það samstarf vel. Liðið landaði í það minnsta þremur heimsmeistaratitlum. Árið 2000 steig BMW inn á sjónarsviðið í Formúlu 1 og skaffaði Williams vélar. Enn reyndist það vel og vann liðið nokkra sigra. BMW kaus svo að slíta sig frá Williams þegar þeir tóku yfir Sauber-liðið árið 2006. Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Williams-liðið í Formúlu 1 verður með Mercedes-vélar á næsta ári. Þetta var staðfest í dag. Williams hefur verið drifið af Renault síðan 2012 eftir að hafa verið í vélavandræðum með Cosworth. Samningur Mercedes og Williams er til langs tíma svo áhugamenn um Formúlu 1 verða að venjast hugakinu Williams-Mercedes. Mercedes-vélarnar hafa undanfarin ár skilað mestu afli allra véla í Formúlu 1. Nú þegar skaffar Mercedes Force India, McLaren og sínu eigin liði vélar. McLaren-liðið hefur notað Mercedes-vélar síðan um miðjan tíunda áratuginn en næsta ár verður það síðasta því Honda hefur gert samning um að skaffa liðinu vélar frá og með 2015. Williams-liðið er eitt af þeim sigursælustu í Formúlu 1 þó árangurinn hafi ekki verið upp á marga fiska síðustu ár. Á níunda áratugnum voru bílar liðsins drifnir af Renault og reyndist það samstarf vel. Liðið landaði í það minnsta þremur heimsmeistaratitlum. Árið 2000 steig BMW inn á sjónarsviðið í Formúlu 1 og skaffaði Williams vélar. Enn reyndist það vel og vann liðið nokkra sigra. BMW kaus svo að slíta sig frá Williams þegar þeir tóku yfir Sauber-liðið árið 2006.
Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira