Fyrsta hring á Egils Gull-mótinu á Eimskipsmótaröðinni er lokið en mótið fer fram á Garðavelli.
Axel Bóasson leiðir í karlaflokki en hann lék á 70 höggum eða tveim höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er annar á 72 höggum.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er efst í kvennaflokki en hún lék á 73 höggum eða einu höggi undir pari. Tinna Jóhannsdóttir er önnur en hún lék á 74 höggum í dag.
Mótið heldur áfram á morgun.
