Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 12:15 Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira