Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni með því að vinna 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Fögnuður liðsmanna Bayern var mikill í leikslok enda höfðu margir leikmenn liðsins þurfta að sætta við tvö töp í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum.
Það var allt er þegar þrennt er hjá Bæjurum og var Hollendingurinn Arjen Robben maður leiksins. Hann skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok og lagði einnig upp fyrra markið fyrir Mario Mandžukic.
Þetta er í fimmta sinn sem Bayern München er besta lið Evrópu en þetta er fyrsti sigur liðsins í Meistaradeildinni frá árinu 2001.
Hér fyrir ofan má sjá myndir af fagnaðarlátum Bæjara eftir leikinn á Wembley í kvöld.
Bæjarar fagna sigri í Meistaradeildinni - myndir

Tengdar fréttir

Robben: Þetta varð bara að gerast núna
Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins aðeins mínútu fyrir leikslok í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Robben lagði einnig upp fyrra mark liðsins í leiknum.

Lahm þriðji Bæjarinn til að lyfta bikarnum með stóru eyrun
Philipp Lahm, fyrirliði Bayern München, lyfti nú áðan Meistaradeildarbikarnum á Wembley-leikvanginum í London eftir að liðið hans vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleiknum.

Heynckes í hóp með Mourinho og fleiri góðum
Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, stýrði liði sínu til sigurs í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Hollendingurinn Arjen Robben skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok.

Klopp: Við sýndum það að við áttum skilið að vera í úrslitaleiknum
Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, var að sjálfsögðu niðurlútur eftir 1-2 tap á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í kvöld en hann var jafnframt stoltur af sínum mönnum.

Hummels: Við vorum orðnir þreyttir í lokin
Mats Hummels spilaði í miðri vörn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en var ekki hundrað prósent og það sást. Hann var til dæmis víðsfjarri þegar Arjen Robben skoraði sigurmark Bayern mínútu fyrir leikslok.

Robben tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni
Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Bayern München vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og er Evrópumeistari meistaraliða í fimmta sinn.