Fótbolti

Cristiano Ronaldo markakóngur Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði flest mörk í Meistaradeildinni í ár eða 12 mörk í 12 leikjum. Robert Lewandowski hjá Borussia Dortmund var sá eini sem átti raunhæfa möguleika til að ná Ronaldo í úrslitaleiknum á Wembley en tókst ekki að bæta við þau tíu mörk sem hann var búinn að skora.

Robert Lewandowski varð annar markahæstur með 10 mörk í 12 leikjum. Hann skoraði á 109 mínútna fresti en Ronaldo skoraði á 90 mínútna fresti.

Þetta er í annað skiptið sem Cristiano Ronaldo verður markakóngur í Meistaradeildinni en hann skoraði einnig flest mörk í keppninni sem leikmaður Manchester United tímabilið 2007 til 2008.

Lionel Messi hjá Barcelona var búinn að skora flest mörk í Meistaradeildinni undanfarin fjögur tímabil en Messi endaði í 3. sætinu á þessari leiktíð. Messi skoraði á 103 mínútna fresti í Meistaradeildinni í ár.

Flest mörk í Meistaradeildinni 2012-13:

1. Cristiano Ronaldo, Real Madrid 12

2. Robert Lewandowski, Borussia Dortmund 10

3. Burak Yılmaz, Galatasaray     8

3. Lionel Messi, Barcelona     8

3. Thomas Müller, Bayern München 8

6. Oscar, Chelsea 5

6. Jonas, Valencia 5

6. Alan, Braga 5

6. Karim Benzema, Real Madrid 5

6. Ezequiel Lavezzi, Paris Saint-Germain5

Markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar undanfarin tímabil:

2007–08 Cristiano Ronaldo, Manchester United     8

2008–09 Lionel Messi, Barcelona     9

2009–10 Lionel Messi, Barcelona     8

2010–11 Lionel Messi, Barcelona     12

2011–12 Lionel Messi, Barcelona     14

2012–13 Cristiano Ronaldo, Real Madrid     12




Fleiri fréttir

Sjá meira


×