Rannsaka gróft brot á æfingareglum Birgir Þór Harðarson skrifar 26. maí 2013 22:00 Mercedes-liðið hefur hugsanlega brotið strangar æfingareglur. Keppnislið Red Bull og Ferrari í Formúlu 1 eru mjög óánægð með leynidekkjaprófanir Pirelli og Mercedes eftir kappaksturinn á Spáni. Enginn vissi að prófanirnar færu fram, ekki einu sinni FIA sem rannsakar nú hvort einhverjir hafa gerst brotlegir gegn reglum Formúlu 1. Reglurnar kveða á um að keppnislið meiga ekki æfa eða prófa utan keppnishelga á meðan keppnisvertíðin stendur yfir. Æfingarnar meiga fara fram á fyrirfram ákveðnum dagsetningum sem liðin og FIA semja um. Í vikunni eftir kappaksturinn í Barcelona ók Mercedes-liðið 1000 kílómetra á þremur dögum á brautinni á Spáni. Pirelli, eini dekkjaframleiðandinn sem skaffar liðunum dekk, átti frumkvæðið að prófununum og bað Mercedes um að útvega sér ökutæki af árgerð 2013. Ekki er leyfilegt að aka, prófa eða safna gögnum á brautum utan keppnishelga nema á bílum sem eru eldri en 2010 árgerðir. Ross Brawn liðstjóri Mercedes og fulltrúar Pirelli voru kallaðir á fund dómara og fulltrúa FIA í Mónakó eftir kappaksturinn í dag. Ekki er enn víst hver niðustaða dómaranna verður en líklegt þykir að báðum aðilum verði refsað með stórri fjársekt. Ekki verður fiktað í úrslitum kappakstursins í Mónakó. Mark Webber, ökumaður Red Bull, segir sigur Nico Rosberg í Mercedes-bílnum í dag ekki vera vegna þessara dekkjaprófana. "Ég held að við höfum aðallega verið hissa á því að prófanirnar hafi farið fram. Ég geri samt ekki ráð fyrir að þær hafi haft mikil áhrif á úrslitin í dag. Í hreinskilni sagt hefði þessi bíll hvort sem er staðið vel að vígi hér í Mónakó." Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Keppnislið Red Bull og Ferrari í Formúlu 1 eru mjög óánægð með leynidekkjaprófanir Pirelli og Mercedes eftir kappaksturinn á Spáni. Enginn vissi að prófanirnar færu fram, ekki einu sinni FIA sem rannsakar nú hvort einhverjir hafa gerst brotlegir gegn reglum Formúlu 1. Reglurnar kveða á um að keppnislið meiga ekki æfa eða prófa utan keppnishelga á meðan keppnisvertíðin stendur yfir. Æfingarnar meiga fara fram á fyrirfram ákveðnum dagsetningum sem liðin og FIA semja um. Í vikunni eftir kappaksturinn í Barcelona ók Mercedes-liðið 1000 kílómetra á þremur dögum á brautinni á Spáni. Pirelli, eini dekkjaframleiðandinn sem skaffar liðunum dekk, átti frumkvæðið að prófununum og bað Mercedes um að útvega sér ökutæki af árgerð 2013. Ekki er leyfilegt að aka, prófa eða safna gögnum á brautum utan keppnishelga nema á bílum sem eru eldri en 2010 árgerðir. Ross Brawn liðstjóri Mercedes og fulltrúar Pirelli voru kallaðir á fund dómara og fulltrúa FIA í Mónakó eftir kappaksturinn í dag. Ekki er enn víst hver niðustaða dómaranna verður en líklegt þykir að báðum aðilum verði refsað með stórri fjársekt. Ekki verður fiktað í úrslitum kappakstursins í Mónakó. Mark Webber, ökumaður Red Bull, segir sigur Nico Rosberg í Mercedes-bílnum í dag ekki vera vegna þessara dekkjaprófana. "Ég held að við höfum aðallega verið hissa á því að prófanirnar hafi farið fram. Ég geri samt ekki ráð fyrir að þær hafi haft mikil áhrif á úrslitin í dag. Í hreinskilni sagt hefði þessi bíll hvort sem er staðið vel að vígi hér í Mónakó."
Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira