Fótbolti

Sagði Ronaldo "fuck you" við Mourinho?

Ronaldo og Mourinho.
Ronaldo og Mourinho.
Spænskir fjölmiðlar halda því fram í dag að samband Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, og Cristiano Ronaldo, leikmanns félagsins, sé við suðupunkt.

Það virtist vera mikil heift og reiði í fagni Ronaldo er hann skoraði gegn Malaga í vikunni. Fjölmiðill á Spáni hefur farið í að greina og reyna að þýða sem hann segir í fagninu.

Samkvæmt þeirra greiningu þá öskraði Ronaldo "fuck you" á bekkinn hjá Real er hann var búinn að skora sitt 200. mark fyrir félagið.

Á undan benti Ronaldo á merki félagsins og síðan á völlinn. Vilja menn meina að hann hafi þá sagt: "Ég er hér" og hafi viljað koma því til skila að hann léti verkin tala á vellinum. Var hann þá að svara gagnrýni Mourinho.

Þjálfarinn sagði að spænski meistaratitillinn hefði tapast snemma á tímabilinu eftir dapra byrjun. Notaði hann þá sama orð og Ronaldo gerði fyrr í vetur er hann sagðist vera dapur. Leikmaðurinn sleppti því þá að fagna marki.

Ronaldo var spurður að því fyrir leikinn gegn Malaga hvað honum finndist um að Mourinho væri væntanlega á förum frá Madrid. "Mér er alveg sama. Það sem skiptir mig máli er ég sjálfur og félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×