McLaren hafnar ásökunum um liðsskipanir Birgir Þór Harðarson skrifar 14. maí 2013 06:00 Perez hefur verið eldsnöggur í síðustu mótum. McLaren-liðið í Formúlu 1 hafnar því að Sergio Perez hafi verið beðinn um að taka því rólega í spænska kappakstrinum og berjast ekki við Jenson Button undir lokin. Ökumennirnir börðust af kappi í Barein í apríl. Perez var í upplagðri stöðu til að berjast við Button undir lok kappakstursins en fékk skilaboð frá liðinu um að hugsa nú vel um dekkin síðustu hringina. Hann þurfti því að slaka á og endaði tveimur sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Einhverjir töldu að um dulmál hafi verið að ræða og að liðið hafi ekki viljað að Perez myndi berjast við Button eins og í Barein. McLaren hafnar þessu og segir að þeir hafi í alvöru haft áhyggjur af dekkjaslitinu. "Checo [Perez] sagði sjálfur að dekkin væru orðin ónýt," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, þegar hann var beðinn um að útskýra aðstæður. "Við vildum ekki að hann myndi berjast aðeins til að dekkin myndu eyðileggjast gjörsamlega." "Dekkin voru svo á endanum nánast eyðilögð. Svo þetta var ekki taktísk skipun heldur til að koma honum í mark." Perez hefur einnig neitað að um liðsskipanir hafi verið að ræða. Það gerði hann á Twitter á mánudag. "Vil bara segja öllum að talstöðvarskilaboðin voru aðeins um dekkin. Aldrei liðskipanir. Get ekki beðið eftir Mónakó." Formúla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
McLaren-liðið í Formúlu 1 hafnar því að Sergio Perez hafi verið beðinn um að taka því rólega í spænska kappakstrinum og berjast ekki við Jenson Button undir lokin. Ökumennirnir börðust af kappi í Barein í apríl. Perez var í upplagðri stöðu til að berjast við Button undir lok kappakstursins en fékk skilaboð frá liðinu um að hugsa nú vel um dekkin síðustu hringina. Hann þurfti því að slaka á og endaði tveimur sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Einhverjir töldu að um dulmál hafi verið að ræða og að liðið hafi ekki viljað að Perez myndi berjast við Button eins og í Barein. McLaren hafnar þessu og segir að þeir hafi í alvöru haft áhyggjur af dekkjaslitinu. "Checo [Perez] sagði sjálfur að dekkin væru orðin ónýt," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, þegar hann var beðinn um að útskýra aðstæður. "Við vildum ekki að hann myndi berjast aðeins til að dekkin myndu eyðileggjast gjörsamlega." "Dekkin voru svo á endanum nánast eyðilögð. Svo þetta var ekki taktísk skipun heldur til að koma honum í mark." Perez hefur einnig neitað að um liðsskipanir hafi verið að ræða. Það gerði hann á Twitter á mánudag. "Vil bara segja öllum að talstöðvarskilaboðin voru aðeins um dekkin. Aldrei liðskipanir. Get ekki beðið eftir Mónakó."
Formúla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira