Blindur, brúnn og hrukkóttur Teitur Guðmundsson skrifar 14. maí 2013 11:30 Nú þegar sumarið er komið bíðum við eftir sólinni sem yljar okkur og öllu öðru, hún glæðir gróðurinn lífi og það hleypur viss kátína í unga sem aldna. Dagurinn lengist, það birtir yfir og lífsmunstur flestra breytist eitthvað, sumir taka fram grillið, aðrir nota breytinguna til að færa líkamsræktina sína út undir beran himin og enn aðrir stunda sólardýrkun af miklum móð, enda sólin verið í felum löngum stundum undanfarna mánuði og það er nauðsynlegt að fylla á tankana. Við höfum líka heyrt af landlægum D-vítamínskorti og því er kærkomið að taka það upp á náttúrulegan hátt auk þess sem við fáum "hraustlegra" yfirbragð þegar við verðum svolítið brún og sælleg, ekki satt? Allt þetta eru eðlilegar hugsanir og jákvæðar. Hins vegar verðum við að muna að húðin gleymir ekki svo glatt og man eftir því þegar við brennum og gleymdum að passa okkur. Því miður veit enginn hversu oft við megum lenda í slíku, né hvenær líkaminn fer að vinna gegn okkur og breytast, samanber þróun krabbameina í húð sem eru allt of algeng og hafa færst í aukana undangengin ár.Barátta við hrukkur Það er þekkt að því yngri sem einstaklingurinn er og því oftar sem hann brennur aukast líkurnar á því að hann geti þróað með sér vandamál eins og húðkrabbamein á fullorðinsárum. Því er sérlega mikilvægt að passa blessuð börnin. En geislar sólar og þá sérstaklega af UVB-toga hafa sérstaka tilhneigingu til að skemma frumur og breyta erfðaefni þeirra. En það er ekki það eina sem þeir gera, því bæði UVA- og UVB-geislar hafa geysileg áhrif á það hvernig húðin eldist og í raun skemmist. Þá má ekki gleyma þeim áhrifum sem þessir geislar hafa á önnur líffærakerfi, eins og augun og ónæmiskerfið. Tímabundin brúnka og sællegt útlit getur því hæglega breyst í baráttu við hrukkur og ýmis önnur vandamál með tilheyrandi fórnarkostnaði þegar árin færast yfir. Hégóminn er líklega einn sterkasti drifkraftur einstaklingsins og er skemmtilegt þegar við getum nýtt okkur hann ásamt vanahegðun til að gera fólki gott. Ég hef haldið ófáa fyrirlestrana og þykir alltaf jafn gaman þegar ég spyr hversu margir hafi sett á sig sólarvörn þann morguninn. Spurningin þykir skrítin og fæstir gera það nema þeir ætli í sólbað. Karlarnir eru sérlega slæmir og nota yfirleitt ekki krem, en konurnar nota nær allar dagkrem. Þegar útskýrt er fyrir þeim hvernig snyrtivörufyrirtækin eru búin að taka af þeim völdin með því að blanda slíkri vörn í dagkremin þeirra átta þær sig. Það nennir nefnilega engin að bera á sig tvær tegundir, því eru öll dagkrem sem vilja vera "alvöru" með SPF 25 eða viðlíka. Það dylst líklega engum hvað krem eru snar þáttur í að viðhalda fegurð og ferskleika kvenna, einn hluti af virkni þeirra er sannarlega að verjast sólinni sem við erum svo skotin í.Karlar noti dagkrem Þið karlar ættuð því að skoða notkun dagkrems, það er sannarlega skynsamlegt og ekki bara hégómi! Sérstaklega þeir sem starfa utandyra og eru verulega útsettir fyrir sólarljósi og útfjólubláum geislum. Einföld sólarvörn gæti hins vegar dugað vel og engin ástæða til að eyða morð fjár í dýr krem þegar megintilgangurinn er að verjast og gefa húðinni næringu. Það er einmitt virknin sem við eigum að leitast eftir og er í flestum hefðbundnum útgáfum af sólarvörn í dag. En fyrir utan það að breyta húðinni og stuðla að öldrun hennar með því að mynda hrukkur, bletti og annað viðlíka hafa geislar sólar áhrif á augun á þann máta að þau geta líka "sólbrunnið". Það er því ekki bara töff að vera með sólgleraugu og eiga helst sem flest til skiptanna, til að fela hrukkurnar kringum augun, eða bara til að verjast birtu, heldur líka til að koma í veg fyrir skýjamyndun í augunum sem getur valdið blindu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur að af þeim 15 milljónum manna sem verða árlega blindar af völdum svokallaðs katarakt séu 20% rakin til útfjólublárra geisla. Það sem mér þykir einnig áhugavert er að þrátt fyrir að við framleiðum D-vítamín með sólargeislum í húðinni og vitum af þeim jákvæðu áhrifum sem það vítamín hefur á heilsu okkar virðist sólin hafa ónæmisbælandi áhrif líka. Það er á svokölluðu frumusvari ónæmiskerfisins og þar sem sólar nýtur sérstaklega mikið við hefur hún þannig mögulega neikvæð áhrif og veiklandi á einstaklinginn. Þetta samspil er því afar flókið og ljóst að maður getur auðveldlega orðið veikur, blindur, brúnn og hrukkóttur af því að ofnota hina ljúfu geisla sólarinnar. Það á því sennilega vel við að lofa hinn gullna meðalveg í þessu efni sem öðru en vera sérlega vel vakandi og nota viðeigandi vörn. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Nú þegar sumarið er komið bíðum við eftir sólinni sem yljar okkur og öllu öðru, hún glæðir gróðurinn lífi og það hleypur viss kátína í unga sem aldna. Dagurinn lengist, það birtir yfir og lífsmunstur flestra breytist eitthvað, sumir taka fram grillið, aðrir nota breytinguna til að færa líkamsræktina sína út undir beran himin og enn aðrir stunda sólardýrkun af miklum móð, enda sólin verið í felum löngum stundum undanfarna mánuði og það er nauðsynlegt að fylla á tankana. Við höfum líka heyrt af landlægum D-vítamínskorti og því er kærkomið að taka það upp á náttúrulegan hátt auk þess sem við fáum "hraustlegra" yfirbragð þegar við verðum svolítið brún og sælleg, ekki satt? Allt þetta eru eðlilegar hugsanir og jákvæðar. Hins vegar verðum við að muna að húðin gleymir ekki svo glatt og man eftir því þegar við brennum og gleymdum að passa okkur. Því miður veit enginn hversu oft við megum lenda í slíku, né hvenær líkaminn fer að vinna gegn okkur og breytast, samanber þróun krabbameina í húð sem eru allt of algeng og hafa færst í aukana undangengin ár.Barátta við hrukkur Það er þekkt að því yngri sem einstaklingurinn er og því oftar sem hann brennur aukast líkurnar á því að hann geti þróað með sér vandamál eins og húðkrabbamein á fullorðinsárum. Því er sérlega mikilvægt að passa blessuð börnin. En geislar sólar og þá sérstaklega af UVB-toga hafa sérstaka tilhneigingu til að skemma frumur og breyta erfðaefni þeirra. En það er ekki það eina sem þeir gera, því bæði UVA- og UVB-geislar hafa geysileg áhrif á það hvernig húðin eldist og í raun skemmist. Þá má ekki gleyma þeim áhrifum sem þessir geislar hafa á önnur líffærakerfi, eins og augun og ónæmiskerfið. Tímabundin brúnka og sællegt útlit getur því hæglega breyst í baráttu við hrukkur og ýmis önnur vandamál með tilheyrandi fórnarkostnaði þegar árin færast yfir. Hégóminn er líklega einn sterkasti drifkraftur einstaklingsins og er skemmtilegt þegar við getum nýtt okkur hann ásamt vanahegðun til að gera fólki gott. Ég hef haldið ófáa fyrirlestrana og þykir alltaf jafn gaman þegar ég spyr hversu margir hafi sett á sig sólarvörn þann morguninn. Spurningin þykir skrítin og fæstir gera það nema þeir ætli í sólbað. Karlarnir eru sérlega slæmir og nota yfirleitt ekki krem, en konurnar nota nær allar dagkrem. Þegar útskýrt er fyrir þeim hvernig snyrtivörufyrirtækin eru búin að taka af þeim völdin með því að blanda slíkri vörn í dagkremin þeirra átta þær sig. Það nennir nefnilega engin að bera á sig tvær tegundir, því eru öll dagkrem sem vilja vera "alvöru" með SPF 25 eða viðlíka. Það dylst líklega engum hvað krem eru snar þáttur í að viðhalda fegurð og ferskleika kvenna, einn hluti af virkni þeirra er sannarlega að verjast sólinni sem við erum svo skotin í.Karlar noti dagkrem Þið karlar ættuð því að skoða notkun dagkrems, það er sannarlega skynsamlegt og ekki bara hégómi! Sérstaklega þeir sem starfa utandyra og eru verulega útsettir fyrir sólarljósi og útfjólubláum geislum. Einföld sólarvörn gæti hins vegar dugað vel og engin ástæða til að eyða morð fjár í dýr krem þegar megintilgangurinn er að verjast og gefa húðinni næringu. Það er einmitt virknin sem við eigum að leitast eftir og er í flestum hefðbundnum útgáfum af sólarvörn í dag. En fyrir utan það að breyta húðinni og stuðla að öldrun hennar með því að mynda hrukkur, bletti og annað viðlíka hafa geislar sólar áhrif á augun á þann máta að þau geta líka "sólbrunnið". Það er því ekki bara töff að vera með sólgleraugu og eiga helst sem flest til skiptanna, til að fela hrukkurnar kringum augun, eða bara til að verjast birtu, heldur líka til að koma í veg fyrir skýjamyndun í augunum sem getur valdið blindu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur að af þeim 15 milljónum manna sem verða árlega blindar af völdum svokallaðs katarakt séu 20% rakin til útfjólublárra geisla. Það sem mér þykir einnig áhugavert er að þrátt fyrir að við framleiðum D-vítamín með sólargeislum í húðinni og vitum af þeim jákvæðu áhrifum sem það vítamín hefur á heilsu okkar virðist sólin hafa ónæmisbælandi áhrif líka. Það er á svokölluðu frumusvari ónæmiskerfisins og þar sem sólar nýtur sérstaklega mikið við hefur hún þannig mögulega neikvæð áhrif og veiklandi á einstaklinginn. Þetta samspil er því afar flókið og ljóst að maður getur auðveldlega orðið veikur, blindur, brúnn og hrukkóttur af því að ofnota hina ljúfu geisla sólarinnar. Það á því sennilega vel við að lofa hinn gullna meðalveg í þessu efni sem öðru en vera sérlega vel vakandi og nota viðeigandi vörn. Gleðilegt sumar!