Falur Jóhann Harðarson, margfaldur Íslandsmeistari með Keflavík sem bæði leikmaður og þjálfari, er tekinn við sem formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Falur var kosinn á sérstökum Aukaaðalfundi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í gærkvöldi. Fyrrum liðsfélagar hans úr Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur, Guðjón Skúlason og Albert Óskarsson, koma einnig inn í stjórnina.
Falur mun taka við formannshlutverkinu af Hermanni Helgasyni sem kveður stjórnina eftir þrettán ára stjórnarsetu. Birgir Már Bragason gaf einnig ekki kost á sér í stjórn lengur, en hann hefur setið í stjórn frá 1997.
Meðstjórnendur í stjórn KKD Keflavíkur 2013-2014 eru eftirfarandi:
Albert Óskarsson
Guðjón Skúlason
Margeir Einar Margeirsson
Sævar Sævarsson
Varastjórn í KKD Keflavíkur 2013-2014 er eftirfarandi:
Ólafur Ásmundsson
Sigurður Markús Grétarsson
Davíð Þór Jónsson
Anna Pála Magnúsdóttir
Falur nýr formaður í Keflavík - Guðjón og Albert kom inn í stjórn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

