Leikmenn West Brom og Manchester United buðu til veislu á The Hawthorns í West Bromwich í dag. Lokatölurnar urðu 5-5 þar sem Romelu Lukaku stal senunni.
Belginn stóri og stæðilegi skoraði þrennu í síðari hálfleik eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. West Brom spillti því kveðjustund Sir Alex sem leyfði sér þrátt fyrir allt að brosa og þakka stuðningsmönnum í leikslok.
Í spilaranum hér að ofan má sjá markaveisluna frá því í dag en Sir Alex stýrði United í 1500. leiknum og þeim síðasta í dag.
