Michael Bless forstjóri Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, fékk samtals tæpar 2,2 milljónir dollara eða um 250 milljónir króna í laun, bónusa og kaupréttargreiðslur á síðasta ári.
Þetta kemur fram í ársskýrslu Century Aluminum sem send hefur verið til Kauphallarinnar. Þar segir að af þessari upphæð hafi regluleg laun Bless á árinu numið 730.000 dollurum. Þeim til viðbótar fékk Bless tæplega 366.000 dollara í kaupréttargreiðslur tengdar við hlutabréf í félaginu og rúmlega 845.000 dollara í bónusa. Þá fékk hann tæplega 247.000 dollara greidda inn á eftirlaunareikning sinn.
Í ársskýrslunni kemur m.a. fram að laun og aðrar greiðslur Bless hækkuðu töluvert á milli áranna 2011 og 2012 en þær námu rúmlega 1,4 milljónum dollara árið 2011.
Forstjórastarf Century Aluminum gaf af sér 250 milljónir í fyrra

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent


Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent