Skoppa og Skrítla mæta á hjólasöfnun 3. maí 2013 09:32 Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Wow Cyclothon Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.
Wow Cyclothon Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira