Nýliðar Halmstad unnu 1-0 sigur á Öster í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.
Guðjón Baldvinsson lagði upp eina mark leiksins fyrir Andreas Landgren á 63. mínútu leiksins. Guðjón spilaði allan leikinn en Kristinn Steindórsson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu.
Halmstad-liðið hafði aðeins náð í tvö stig í fyrstu sex umferðunum og var fyrir leikinn í næstneðsta sætinu. Þetta var því langþráður og nauðsynlegur sigur.
Skúli Jón Fridgeirsson var ekki í leikmannahópnum hjá Elfsborg þegar liðið vann 2-1 heimasigur á Mjällby.
Guðjón lagði upp sigurmark Halmstad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
