Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 18:15 Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira