Fótbolti

Leikmenn Real biðla til stuðningsmanna | Myndband

Benzema og félagar þurfa á fólkinu í stúkunni að halda.
Benzema og félagar þurfa á fólkinu í stúkunni að halda.
Leikmenn Real Madrid hafa ekki gefið upp alla von um að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þeir mæta Dortmund í kvöld í seinni leik liðanna en Dortmund leiðir einvígið, 4-1.

Eftir leik Real gegn nágrönnum sínum í Atletico um helgina fóru leikmenn í það að búa til myndband þar sem þeir biðla til stuðningsmanna að hafa trú á liðinu og hvetja það til dáða í kvöld.

"Þið eruð okkar styrkur," segja leikmenn meðal annars í myndbandinu en þar eru rifjaðar upp glæstar endurkomur félagsins í gegnum tíðina. Real Madrid þarf að vinna 3-0 til í kvöld til þess að komast í úrslit.

Myndbandið er dramatískt og það má sjá hérna.

Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er hann í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.00.




Tengdar fréttir

Þurfa mörk frá Ronaldo

Real Madrid þarf að blása til sóknar þegar liðið tekur á móti Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Eitthvað sögulegt mun gerast í þessum leik

Borussia Dortmund mætir á Santiago Bernabeu í kvöld með 4-1 forskot á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gott forskot en þjálfari liðsins, Jürgen Klopp, veit að hans menn verða að gæta að sér.

Mourinho hrósar þýskum fótbolta

Fyrri farmiðinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu verður gefinn út í kvöld en þá tekur Real Madrid á móti Dortmund. Það er verk að vinna hjá spænska stórliðinu eftir að hafa steinlegið, 4-1, í fyrri leiknum í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×