Haukamaðurinn Gylfi Gylfason verður í banni þegar að Haukar mæta Fram í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum N1-deildar karla.
Gylfi fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Ingimundi Ingimundarsyni, leikmanni ÍR, í leik liðanna í gær. Atvikið átti sér stað undir lok leiksins en Haukar unnu og tryggðu sér þar með sigur í einvíginu.
HSÍ hefur staðfest að agaskýrsla barst frá dómurum leiksins vegna brots Gylfa og verður hann því í banni þegar að Haukar mæta Fram á mánudagskvöldið næsta.
„Þetta var klárlega rautt spjald á Gylfa. Þetta var fólskuleg árás og á ekki sjást í handbolta,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, um rauða spjaldið sem Gylfi fékk.
Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, fékk einnig rautt spjald í leiknum þegar hann kastaði boltanum í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar, markvarðar Hauka, úr vítakasti.
Dómarar leiksins skiluðu hins vegar ekki inn agaskýrslu vegna þess brots og fær Sturla því ekki leikbann.
Gylfi í banni í fyrsta leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Fleiri fréttir
