Fyrsta keppnisdeginum á Masters-mótinu í golfi lauk í kvöld en Spánverjinn Sergio Garcia og Marc Leishman frá Ástralíu eru í forystu á sex höggum undir pari. Dustin Johnson er svo einu höggi á eftir í þriðja sæti.
Garcia spilaði allar átján holurnar án þess að fá skolla og spilaði á 66 höggum, sem er hans besti árangur á Masters-mótinu frá upphafi.
Hann hefur þar að auki aldrei unnið risamót í golfi en Garcia hefur aðeins tvívegis verið á meðal tíu efstu á Masters-mótinu, en hann tók fyrst þátt árið 1999.
Tiger Woods lék á 70 höggum og því fjórum höggum á eftir efstu mönnum í 13.-22. sæti. Hann tilkynnti nýlega að hann væri í sambandi með skíðakonunni Lindsey Vonn og fylgdist hún með sínum manni í dag.
Norður-Írinn Rory McIlroy lék á pari í dag, 72 höggum, og er í 34.-45. sæti.
Garcia og Leishman í forystu | Nýja kærasta Tigers fylgdist með
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti



Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn