Massa fljótastur á æfingum í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 12. apríl 2013 14:25 Massa var fljótastur og lítur út fyrir að vera sterkur fyrir kappaksturinn á sunnudaginn. Felipe Massa á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, varð þriðji en Kimi Raikkönen skildi þá að í öðru sæti. Kappaksturinn fer fram í Sjanghæ í Kína á sunnudagsmorguninn. Enn er skrifað um rifrildi heimsmeistarans Sebastian Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber hjá Red Bull-liðinu, eftir dramatíkina fyrir þremur vikum í Malasíu. Þeir félagar hjá Red Bull náðu ekkert sérstökum árangri á seinni æfingunni: Mark Webber náði fimmta besta tíma og Vettel tíunda. Dekkin hafa verið að hrjá Red Bull-liðið mest toppliðanna ef McLaren er undanskilið. Nico Rosberg á Mercedes vann kappaksturinn í fyrra en hann varð fjórði á seinni æfingunni í dag eftir að hafa verið fljótastur á þeirri fyrri þegar brautin var enn skítug og óekin. Lewis Hamilton, liðsfélagi Rosberg, varð sjöundi á eftir fyrrum liðsfélaga sínum, Jenson Button á McLaren. Það þótti sæta tíðindum að Massa var langfljótastur umhverfis brautina þegar líða tók á æfinguna og liðin fóru að undirbúa sig undir kappaksturinn og safna gögnum fyrir keppnina. Massa verður því að öllum líkindum í baráttu um verðlaunasæti í Kína og getur vel unnið ef Red Bull-menn taka sig ekki saman í andlitinu. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í fyrramálið klukkan 6. Kappaksturinn verður svo ræstur á sunnudagsmorgun klukkan 7 en útsending hefst hálftíma fyrr. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, varð þriðji en Kimi Raikkönen skildi þá að í öðru sæti. Kappaksturinn fer fram í Sjanghæ í Kína á sunnudagsmorguninn. Enn er skrifað um rifrildi heimsmeistarans Sebastian Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber hjá Red Bull-liðinu, eftir dramatíkina fyrir þremur vikum í Malasíu. Þeir félagar hjá Red Bull náðu ekkert sérstökum árangri á seinni æfingunni: Mark Webber náði fimmta besta tíma og Vettel tíunda. Dekkin hafa verið að hrjá Red Bull-liðið mest toppliðanna ef McLaren er undanskilið. Nico Rosberg á Mercedes vann kappaksturinn í fyrra en hann varð fjórði á seinni æfingunni í dag eftir að hafa verið fljótastur á þeirri fyrri þegar brautin var enn skítug og óekin. Lewis Hamilton, liðsfélagi Rosberg, varð sjöundi á eftir fyrrum liðsfélaga sínum, Jenson Button á McLaren. Það þótti sæta tíðindum að Massa var langfljótastur umhverfis brautina þegar líða tók á æfinguna og liðin fóru að undirbúa sig undir kappaksturinn og safna gögnum fyrir keppnina. Massa verður því að öllum líkindum í baráttu um verðlaunasæti í Kína og getur vel unnið ef Red Bull-menn taka sig ekki saman í andlitinu. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í fyrramálið klukkan 6. Kappaksturinn verður svo ræstur á sunnudagsmorgun klukkan 7 en útsending hefst hálftíma fyrr.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira