Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 68-67 | KR komið í úrslit Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 13. apríl 2013 00:01 Úr leik liðanna fyrr í vetur. KR tryggði sér sæti í úrslitum Domnios deild kvenna með 68-67 sigri á Snæfell í DHL-höllinni í dag. Háspenna var fram á seinustu sekúndu leiksins og var sigurinn ekki í höfn fyrr en lokaflautið gall. KR-ingar leiddu einvígið 2-1 fyrir leikinn og með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitum Dominos deildarinnar. Gestirnir voru komnir með bakið við vegg, þær þurftu á sigri að halda í dag til að tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi. Allir þrír leikirnir í einvíginu höfðu unnist á útivelli fyrir leikinn í dag. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins, Snæfellsliðið var sterkara en Shannon McCallum hélt heimamönnum inn í leiknum. Það sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta, Snæfell spilaði vel og náði að loka vel á KR að undanskyldri Shannon sem skoraði 30 stig í fyrri hálfleik. Aðrir liðsmenn KR skoruðu hinsvegar aðeins 9 stig og var staðan í hálfleik 41-39 fyrir Snæfell. Þriðji leikhluti var jafn, bæði liðin byrjuðu vel í sókn en hertu skrúfurnar í vörninni þegar leið á leikhlutann og skoruðu liðin aðeins 18 stig í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta byrjuðu KR-ingar að síga framúr og náðu mest sex stiga forskoti. Þá vöknuðu gestirnir aftur til lífsins og börðust allt fram á lokasekúndur leiksins. Shannon McCallum átti stórleik í liði KR en hún skoraði 40 stig ásamt því að taka 13 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 7 boltum. Gestirnir náðu aldrei að stöðva hana og varð það þeirra banabiti.Úrslit:KR-Snæfell 68-67 (17-20, 22-21, 10-10, 19-16)KR: Shannon McCallum 40/13 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 5/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Sólrún Sæmundsdóttir 0, Rannveig Ólafsdóttir 0, Kristbjörg Pálsdóttir 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 21/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 18/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kieraah Marlow 9/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Sara Sædal Andrésdóttir 0. Finnur: Snæfell er frábært lið„Þetta er það sem við ætluðum okkur, við ætluðum reyndar ekki að hafa þetta svona jafnt," sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Við ætluðum að gera þetta meira sannfærandi en við tökum þessu auðvitað." KR vann þrjá af fjórum leikjum í seríunni og komust í úrslit með sigrinum. „Eftir góða frammistöðu í síðasta leik fannst mér við detta í sama farið og í fyrstu tveimur leikjunum. Óöryggi og ólíkt því sem við ætluðum okkur en við vorum staðráðnar að tapa ekki aftur á heimavelli og ég er mjög ánægður að klára þetta," „Við vissum að þær myndu koma brjálaðar inn í leikinn, Snæfell er frábært lið sem á allt gott skilið en ég er mjög ánægður að ná að slá þær út." Shannon McCallum átti stórleik í liði KR og hélt liðinu lengi vel inn í leiknum. „Hún er frábær leikmaður og var í stuði í kvöld. Við viljum auðvitað dreifa boltanum og skorinu meira en hún sýndi í dag hvað hún getur gert," sagði Finnur. Ingi Þór: Skil ekki hvað Shannon er að gera á Íslandi„Við vorum meðvitundarlausar í síðasta leik í hólminum og við töpuðum seríunni þar," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells eftir leikinn. „Við sýndum í dag að við erum eitt að betri liðum deildarinnar. Það vantaði bara herslumuninn, útlendingurinn okkar var ekki að skila sínu öfugt við KR-liðið sem virtist vera eins manns lið," Shannon McCallum átti stórleik í liði KR. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna okkar í dag, Hildur Sigurðardóttir spilaði frábærlega í sókn og vörn. Hún dekkaði Shannon vel en Shannon náði samt að skila 40 stigum. Ég skil einfaldlega ekkert hvað hún er að spila hérna." „Hún er einfaldlega gríðarlega góð og svo þegar hlutirnir fóru að detta hjá hinum var þetta erfitt. Við börðumst áfram og hefðum átt að jafna á lokasekúndunum þegar Kieraah fór á vítalínuna en þessi skot verða einfaldlega að detta." „Við spiluðum þennan leik eiginlega á sex leikmönnum og það telur í svona tæpum leikjum. Við höfum verið eitt af toppliðunum og að detta út núna er auðvitað hundfúlt en ég er stoltur af því hvernig liðið spilaði þetta," sagði Ingi. Sara Mjöll: Ætluðum að klára þetta í dag„Þetta er mjög jákvætt og við erum ótrúlega ánægðar með þetta," sagði Sara Mjöll Magnúsdóttir, leikmaður KR eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að taka þetta hérna heima í fyrri heimaleiknum en þetta fór svona og það er fínt að þurfa ekki að fara í hólminn í annan leik." Shannon McCallum átti stórleik í liði KR og hélt liðinu lengi vel inn í leiknum. „Hún er auðvitað svakalega góð en hún var full mikið með boltann. Þetta var erfitt fyrir okkur, ef við dreifum boltanum betur verður þetta skemmtilegra og auðveldara fyrir okkur svo við þurfum aðeins að laga það," Sara gat ekki nefnt neina óskamótherja í úrslitunum. „Í rauninni ekki, Valsliðið kemur mér á óvart hvernig þær standa í Keflavíkurliðinu. Kannski pössum við betur á móti Keflavík en það kemur bara í ljós, mér er eiginlega sama," sagði Sara.Textalýsing úr DHL-höllinni:Leik lokið | 68-67: KR fer í úrslit! 39. mín| 68-67: Kieraah Marlow setur aðeins annað vítið niður. Sigrún Sjöfn fer á vítalínuna fyrir KR og þarf að setja allaveganna annað niður þegar 2.54 sek eru eftir. 39. mín | 68-66: Tapaður bolti hjá Snæfell þegar 32.34 sek eru eftir. Karfa hér myndi nánast klára einvígið. 38. mín | 68-66: Góður kafli hjá gestunum og þær halda í sókn þegar 1:20 er eftir á klukkunni. 37. mín | 66-60: McCallum stelur boltanum og skorar úr erfiðu skoti. 36. mín | 64-60: KR komið yfir með tveimur körfum á stuttum tíma og Ingi Þór, þjálfari Snæfells tekur leikhlé. 35. mín | 60-60: Gestirnir fljótir að svara, Helga Hjördís með þrist og Hildur Björg setur niður tvö vítaskot. 34. mín | 60-55: McCallum með þrist og forskotið komið í fimm stig. Hún er komin með 38 stig í leiknum. 31. mín | 55-53: Sara setur niður tvö skot í röð og nær forskotinu fyrir KR. Þriðja leikhluta lokið | 49-51: 10-10 í leikhlutanum, ná KR-ingar að snúa þessu við í fjórða leikhluta eða ná gestirnir að knýja fram oddaleik. 28.mín | 49 - 49: Bæði liðin búin að herða skrúfuna í vörninni, aðeins komin 18 stig í leikhlutanum. 26. mín | 48-47: Aftur fer McCallum á línuna en setur aðeins niður eitt í þetta skiptið. KR komið í bónusinn. 25. mín | 47-47: McCallum setur niður tvö vítaskot og jafnar leikinn. 22. mín | 43-45: Liðin skiptast á körfum í upphafi þriðja leikhluta. Hálfleikur | 39 - 41: Skotið geigaði og fara gestirnir með forskot inn í hálfleik. Shannon McCallum er búin að vera með stórskotasýningu með 30 stig en aðrir leikmenn KR ekki komnir í gang. 19. mín | 39 - 41: Björg Einarsdóttir með langan þrist og stelur boltanum í næstu sókn, KR-ingar geta jafnað á lokasekúndunum. 18. mín | 36-36: McCallum komin með 30 stig. Hvar endar þetta? Aðeins sex íslensk stig hjá KR.15. mín | 29-31: Hildur Sig í miklu stuði hjá Snæfelli og komin með 18 stig. Gefur McCallum ekkert eftir en hún er reyndar komin með 23 stig.12. mín | 22-22: Talningin heldur áfram. McCallum komin í 18 stig.1. leikhluta lokið | 17-20: Fín byrjun hjá gestunum. Hildur búin að skora 9 stig fyrir þá. McCallum með 13 stig fyrir KR. Óhætt að segja að hún sé allt í öllu.8. mín | 13-15: McCallum sem fyrr atkvæðamikil í liði KR en hún er þegar komin með 9 stig.6. mín | 7-9: Snæfell ætlar greinilega að selja sig dýrt í dag.4. mín | 7-5: Jafnt á með liðunum í upphafi.2. mín | 4-4: Hildur Sigurðardóttir skoraði fyrstu körfu leiksins en McCallum svaraði að bragði. Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
KR tryggði sér sæti í úrslitum Domnios deild kvenna með 68-67 sigri á Snæfell í DHL-höllinni í dag. Háspenna var fram á seinustu sekúndu leiksins og var sigurinn ekki í höfn fyrr en lokaflautið gall. KR-ingar leiddu einvígið 2-1 fyrir leikinn og með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitum Dominos deildarinnar. Gestirnir voru komnir með bakið við vegg, þær þurftu á sigri að halda í dag til að tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi. Allir þrír leikirnir í einvíginu höfðu unnist á útivelli fyrir leikinn í dag. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins, Snæfellsliðið var sterkara en Shannon McCallum hélt heimamönnum inn í leiknum. Það sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta, Snæfell spilaði vel og náði að loka vel á KR að undanskyldri Shannon sem skoraði 30 stig í fyrri hálfleik. Aðrir liðsmenn KR skoruðu hinsvegar aðeins 9 stig og var staðan í hálfleik 41-39 fyrir Snæfell. Þriðji leikhluti var jafn, bæði liðin byrjuðu vel í sókn en hertu skrúfurnar í vörninni þegar leið á leikhlutann og skoruðu liðin aðeins 18 stig í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta byrjuðu KR-ingar að síga framúr og náðu mest sex stiga forskoti. Þá vöknuðu gestirnir aftur til lífsins og börðust allt fram á lokasekúndur leiksins. Shannon McCallum átti stórleik í liði KR en hún skoraði 40 stig ásamt því að taka 13 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 7 boltum. Gestirnir náðu aldrei að stöðva hana og varð það þeirra banabiti.Úrslit:KR-Snæfell 68-67 (17-20, 22-21, 10-10, 19-16)KR: Shannon McCallum 40/13 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 5/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Sólrún Sæmundsdóttir 0, Rannveig Ólafsdóttir 0, Kristbjörg Pálsdóttir 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 21/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 18/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kieraah Marlow 9/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Sara Sædal Andrésdóttir 0. Finnur: Snæfell er frábært lið„Þetta er það sem við ætluðum okkur, við ætluðum reyndar ekki að hafa þetta svona jafnt," sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Við ætluðum að gera þetta meira sannfærandi en við tökum þessu auðvitað." KR vann þrjá af fjórum leikjum í seríunni og komust í úrslit með sigrinum. „Eftir góða frammistöðu í síðasta leik fannst mér við detta í sama farið og í fyrstu tveimur leikjunum. Óöryggi og ólíkt því sem við ætluðum okkur en við vorum staðráðnar að tapa ekki aftur á heimavelli og ég er mjög ánægður að klára þetta," „Við vissum að þær myndu koma brjálaðar inn í leikinn, Snæfell er frábært lið sem á allt gott skilið en ég er mjög ánægður að ná að slá þær út." Shannon McCallum átti stórleik í liði KR og hélt liðinu lengi vel inn í leiknum. „Hún er frábær leikmaður og var í stuði í kvöld. Við viljum auðvitað dreifa boltanum og skorinu meira en hún sýndi í dag hvað hún getur gert," sagði Finnur. Ingi Þór: Skil ekki hvað Shannon er að gera á Íslandi„Við vorum meðvitundarlausar í síðasta leik í hólminum og við töpuðum seríunni þar," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells eftir leikinn. „Við sýndum í dag að við erum eitt að betri liðum deildarinnar. Það vantaði bara herslumuninn, útlendingurinn okkar var ekki að skila sínu öfugt við KR-liðið sem virtist vera eins manns lið," Shannon McCallum átti stórleik í liði KR. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna okkar í dag, Hildur Sigurðardóttir spilaði frábærlega í sókn og vörn. Hún dekkaði Shannon vel en Shannon náði samt að skila 40 stigum. Ég skil einfaldlega ekkert hvað hún er að spila hérna." „Hún er einfaldlega gríðarlega góð og svo þegar hlutirnir fóru að detta hjá hinum var þetta erfitt. Við börðumst áfram og hefðum átt að jafna á lokasekúndunum þegar Kieraah fór á vítalínuna en þessi skot verða einfaldlega að detta." „Við spiluðum þennan leik eiginlega á sex leikmönnum og það telur í svona tæpum leikjum. Við höfum verið eitt af toppliðunum og að detta út núna er auðvitað hundfúlt en ég er stoltur af því hvernig liðið spilaði þetta," sagði Ingi. Sara Mjöll: Ætluðum að klára þetta í dag„Þetta er mjög jákvætt og við erum ótrúlega ánægðar með þetta," sagði Sara Mjöll Magnúsdóttir, leikmaður KR eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að taka þetta hérna heima í fyrri heimaleiknum en þetta fór svona og það er fínt að þurfa ekki að fara í hólminn í annan leik." Shannon McCallum átti stórleik í liði KR og hélt liðinu lengi vel inn í leiknum. „Hún er auðvitað svakalega góð en hún var full mikið með boltann. Þetta var erfitt fyrir okkur, ef við dreifum boltanum betur verður þetta skemmtilegra og auðveldara fyrir okkur svo við þurfum aðeins að laga það," Sara gat ekki nefnt neina óskamótherja í úrslitunum. „Í rauninni ekki, Valsliðið kemur mér á óvart hvernig þær standa í Keflavíkurliðinu. Kannski pössum við betur á móti Keflavík en það kemur bara í ljós, mér er eiginlega sama," sagði Sara.Textalýsing úr DHL-höllinni:Leik lokið | 68-67: KR fer í úrslit! 39. mín| 68-67: Kieraah Marlow setur aðeins annað vítið niður. Sigrún Sjöfn fer á vítalínuna fyrir KR og þarf að setja allaveganna annað niður þegar 2.54 sek eru eftir. 39. mín | 68-66: Tapaður bolti hjá Snæfell þegar 32.34 sek eru eftir. Karfa hér myndi nánast klára einvígið. 38. mín | 68-66: Góður kafli hjá gestunum og þær halda í sókn þegar 1:20 er eftir á klukkunni. 37. mín | 66-60: McCallum stelur boltanum og skorar úr erfiðu skoti. 36. mín | 64-60: KR komið yfir með tveimur körfum á stuttum tíma og Ingi Þór, þjálfari Snæfells tekur leikhlé. 35. mín | 60-60: Gestirnir fljótir að svara, Helga Hjördís með þrist og Hildur Björg setur niður tvö vítaskot. 34. mín | 60-55: McCallum með þrist og forskotið komið í fimm stig. Hún er komin með 38 stig í leiknum. 31. mín | 55-53: Sara setur niður tvö skot í röð og nær forskotinu fyrir KR. Þriðja leikhluta lokið | 49-51: 10-10 í leikhlutanum, ná KR-ingar að snúa þessu við í fjórða leikhluta eða ná gestirnir að knýja fram oddaleik. 28.mín | 49 - 49: Bæði liðin búin að herða skrúfuna í vörninni, aðeins komin 18 stig í leikhlutanum. 26. mín | 48-47: Aftur fer McCallum á línuna en setur aðeins niður eitt í þetta skiptið. KR komið í bónusinn. 25. mín | 47-47: McCallum setur niður tvö vítaskot og jafnar leikinn. 22. mín | 43-45: Liðin skiptast á körfum í upphafi þriðja leikhluta. Hálfleikur | 39 - 41: Skotið geigaði og fara gestirnir með forskot inn í hálfleik. Shannon McCallum er búin að vera með stórskotasýningu með 30 stig en aðrir leikmenn KR ekki komnir í gang. 19. mín | 39 - 41: Björg Einarsdóttir með langan þrist og stelur boltanum í næstu sókn, KR-ingar geta jafnað á lokasekúndunum. 18. mín | 36-36: McCallum komin með 30 stig. Hvar endar þetta? Aðeins sex íslensk stig hjá KR.15. mín | 29-31: Hildur Sig í miklu stuði hjá Snæfelli og komin með 18 stig. Gefur McCallum ekkert eftir en hún er reyndar komin með 23 stig.12. mín | 22-22: Talningin heldur áfram. McCallum komin í 18 stig.1. leikhluta lokið | 17-20: Fín byrjun hjá gestunum. Hildur búin að skora 9 stig fyrir þá. McCallum með 13 stig fyrir KR. Óhætt að segja að hún sé allt í öllu.8. mín | 13-15: McCallum sem fyrr atkvæðamikil í liði KR en hún er þegar komin með 9 stig.6. mín | 7-9: Snæfell ætlar greinilega að selja sig dýrt í dag.4. mín | 7-5: Jafnt á með liðunum í upphafi.2. mín | 4-4: Hildur Sigurðardóttir skoraði fyrstu körfu leiksins en McCallum svaraði að bragði.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira