GM sló við Volkswagen í Kína Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2013 08:45 Chevrolet Cruze er einn bíla General Motors Sala Hyundai og Kia bíla jókst þó mest, eða um 41%. General Motors náði að selja flesta bíla allra erlendra bílaframleiðenda í Kína á nýliðnum fyrsta fjórðungi ársins. Þrjá ársfjórðunga þar á undan hafði Volkswagen verið í toppsætinu. Það er ekki um neinar smátölur að ræða þegar kemur að sölunni í Kína enda er Kína stærsti bílamarkaður heims og þar er gert ráð fyrir 20 milljón bíla sölu á þessu ári, en 15 milljónum í Bandaríkjunum. General Motors seldi 815.000 bíla en Volkswagen 770.000 bíla. Það sem helst hjálpaði GM var góð sala Buick bíla. Ford seldi 186.000 bíla og hoppaði uppfyrir Toyota í sölu í fyrsta skipti í Kína. Toyota, Nissan og Honda þurftu öll að horfa upp minnkaða sölu milli ára, sem er afleiðing milliríkjadeilu Kína og Japan. Hyundai og Kia bílar seldust í 260.000 eintökum og sala þeirra jókst mest allra bílaframleiðenda, eða um 41%. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent
Sala Hyundai og Kia bíla jókst þó mest, eða um 41%. General Motors náði að selja flesta bíla allra erlendra bílaframleiðenda í Kína á nýliðnum fyrsta fjórðungi ársins. Þrjá ársfjórðunga þar á undan hafði Volkswagen verið í toppsætinu. Það er ekki um neinar smátölur að ræða þegar kemur að sölunni í Kína enda er Kína stærsti bílamarkaður heims og þar er gert ráð fyrir 20 milljón bíla sölu á þessu ári, en 15 milljónum í Bandaríkjunum. General Motors seldi 815.000 bíla en Volkswagen 770.000 bíla. Það sem helst hjálpaði GM var góð sala Buick bíla. Ford seldi 186.000 bíla og hoppaði uppfyrir Toyota í sölu í fyrsta skipti í Kína. Toyota, Nissan og Honda þurftu öll að horfa upp minnkaða sölu milli ára, sem er afleiðing milliríkjadeilu Kína og Japan. Hyundai og Kia bílar seldust í 260.000 eintökum og sala þeirra jókst mest allra bílaframleiðenda, eða um 41%.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent