GM sló við Volkswagen í Kína Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2013 08:45 Chevrolet Cruze er einn bíla General Motors Sala Hyundai og Kia bíla jókst þó mest, eða um 41%. General Motors náði að selja flesta bíla allra erlendra bílaframleiðenda í Kína á nýliðnum fyrsta fjórðungi ársins. Þrjá ársfjórðunga þar á undan hafði Volkswagen verið í toppsætinu. Það er ekki um neinar smátölur að ræða þegar kemur að sölunni í Kína enda er Kína stærsti bílamarkaður heims og þar er gert ráð fyrir 20 milljón bíla sölu á þessu ári, en 15 milljónum í Bandaríkjunum. General Motors seldi 815.000 bíla en Volkswagen 770.000 bíla. Það sem helst hjálpaði GM var góð sala Buick bíla. Ford seldi 186.000 bíla og hoppaði uppfyrir Toyota í sölu í fyrsta skipti í Kína. Toyota, Nissan og Honda þurftu öll að horfa upp minnkaða sölu milli ára, sem er afleiðing milliríkjadeilu Kína og Japan. Hyundai og Kia bílar seldust í 260.000 eintökum og sala þeirra jókst mest allra bílaframleiðenda, eða um 41%. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Sala Hyundai og Kia bíla jókst þó mest, eða um 41%. General Motors náði að selja flesta bíla allra erlendra bílaframleiðenda í Kína á nýliðnum fyrsta fjórðungi ársins. Þrjá ársfjórðunga þar á undan hafði Volkswagen verið í toppsætinu. Það er ekki um neinar smátölur að ræða þegar kemur að sölunni í Kína enda er Kína stærsti bílamarkaður heims og þar er gert ráð fyrir 20 milljón bíla sölu á þessu ári, en 15 milljónum í Bandaríkjunum. General Motors seldi 815.000 bíla en Volkswagen 770.000 bíla. Það sem helst hjálpaði GM var góð sala Buick bíla. Ford seldi 186.000 bíla og hoppaði uppfyrir Toyota í sölu í fyrsta skipti í Kína. Toyota, Nissan og Honda þurftu öll að horfa upp minnkaða sölu milli ára, sem er afleiðing milliríkjadeilu Kína og Japan. Hyundai og Kia bílar seldust í 260.000 eintökum og sala þeirra jókst mest allra bílaframleiðenda, eða um 41%.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent